Jóhanna Guðrún 9 -

Prenta texta

Skólinn – kennarinn
kvíðin – geng ég inn.
Taskan – þung sem blý
ókunn enn á ný.

Allra augu á mig stara
mig langar til að hlaupa – fara
aftur þangað sem ég átti heima
en ég verð að gleyma
byrja alveg uppá nýtt
Hér veit enginn – hve mér var strítt.

Feimin- við eigin rödd
dreymin – hvar er ég stödd
Hjartað – ótt og títt
hamast – allt er nýtt

Allra augu á mig stara…

Ég sit og veit af mér við þetta borð
samt er ég ekki hér – ekki við
heyr’ekki orð
svo utan við mig

Allra augu á mig stara…

En mér líður betur því er ekk’að leyna
því hér er ekkert sem ég vil gleyma
allt svo nýtt mér er ekki strítt
og við næsta borð er sætur strákur
sem brosir blítt.
Ég ætl’að byrja – upp á nýtt.