Jabadabadú-Disney - Vindsins litadýrð

Prenta texta

Þið þykist geta eignað ykkur landið,
sjálf jörðin metin dauðra hluta safn.
En sérhver vera, sérhvert tré og klettur,
á sér líf, á sér anda, á sér nafn.

Þið teljið aðeins vera menn með mönnum,
þá menn sem eru alveg eins og þú.
En reynir þú að feta í ókunn fótspor
þá finnst hve margt var óþekkt þar til nú.

Berst þér úlfsins væl til eyrna þegar fullt er tungl?
Veistu hvað í brosi hláturapans býr?
Kannt’ að syngja söng með furðuröddu fjallsins?
Kannt’ að mála mynd með vindsins litadýrð?
Kannt’ að mála mynd með vindsins litadýrð?

Hve hátt verður móberjatréð?
Ef þú heggur það fæst ei svar við því.
Þú munt aldrei heyr’ í úlfi þegar fullt er tung
því hvar í veröldinni sem þú býrð,
þarft’ að syngja söng með furðuröddu fjallsins,
þarft’ að mála mynd með vindsins litadýrð.

Þú átt heiminn hér um bil
ert samt heimskur allt þar til
þú kannt að mála mynd með vindsins litadýrð.