Íslenska vísnaplatan - Smaladrengurinn

Prenta texta

Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Ég skal gæta þín.

Sól og vor ég syng um,
Snerti gleði streng.
Leikið, lömb, í kringum
lítinn smaladreng.