Íslenska vísnaplatan - Nú blánar yfir berjamó

Prenta texta

N

ú blánar yfir
berjamó,

og börnin smá í
mosató,

og lautum leika sér.

Þau koma, koma kát og
létt,

á kvikum fótum taka
sprett

:,: að tína, tína ber
:,:

En heima situr amma ein,

að arni hvílir lúin
bein

og leikur bros um brá,

er koma þau með körfur
inn

og kyssa ömmu á vanga
sinn

:,: og hlæja berjablá
:,:

Í sveitinni angar sunnanblær

og sólkrýnt er landið og himininn tær

frá fjalli til strandar er friður ídag

og fuglarnir vanda sitt besta lag

hve ljúft er að ganga með geisla um vanga

í gróðuranga í berjamó

En heima situr amma ein,

að arni hvílir lúin bein

og leikur bros um brá,

er koma þau með körfur inn

og kyssa ömmu á vanga sinn

:,: og hlæja berjablá :,: