Íslensk ástarlög - Við stóran stein

Prenta texta

Logn í myrkri ljósrar nætur
lítilsháttar regn
svo ég blotnaði í gegn
er ég fór á fætur
gekk útí bláinn
og fann þig í fjöru
við stóran stein.Síðan ligg ég langar nætur
læt mig dreyma um þig
og það leitar á mig
er ég fór á fætur
gekk útí bláinn
og fann þig í fjöru
við vorum ein.Mig langar til að segja þér
svo mikið og svo margt
þegar hittumst við aftur, aftur á ný
hittumst við aftur.Logn í myrkri ljósrar nætur
lítilsháttar regn
svo ég blotnaði í gegn
er ég fór á fætur
gekk útí bláinn
og fann þig í fjöru
við vorum ein.