Íslensk ástarlög - Tunglið mitt

Prenta texta

Tunglið er gult og tunglið er fullt
tómlega starir það á
sólin er sokkin og sést ekki meir
dagurinn, dagurinn deyr.Fólkið er líkt
og fjarlægðin ýkt
forvitið starir það á
einmana andlit sem allt vilja sjá
mennirnir, mennirnir þeir spá.Tunglið mitt, tunglið mitt
taktu mig á braut og tifaðu
tunglið mitt, tunglið mitt
tunglið í sjálfum mér.Augun þau fást
við alls konar ást
áræðin stara þau á
varirnar vitna um vilja og þrá
líkaminn, líkaminn má.Hugurinn vinnst
hugurinn binst
hugfangin stara þau á
tunglið sem töfrar og tælir í senn
næturnar, næturnar, nætur enn.