Eitt orð með sólstöfum skrifað
á strönd sem grýtt var og hörð
gaf líf hjarta sem gleymdist
gjöf sem fann sér jörð.Og hár þitt maríuslæða
ský sem umvefur mig
eldur skýjanna brotnar
í mynd sem minnir á þig.Ofar skýjum svífur andinn
himinhátt
stafar sól í sandinn
eitt orð úr austurátt.Um nótt stjarna á himni
ljós er leitar á mig
hljótt hjarta mitt finnur
úr átt sem söm er við sig.Og hár þitt maríuslæða
ský sem umvefur mig
eldur skýjanna brotnar
í mynd sem minnir á þig.Ofar skýjum svífur andinn
himinhátt
stafar sól í sandinn
eitt orð úr austurátt.Ástin er undur
hrífur mig með
ástin er leiðin
sem ég hef valið mér.Ofar skýjum svífur andinn
himinhátt
stafar sól í sandinn
eitt orð úr austurátt.