Íslensk ástarlög - Sameiginlegt

Prenta texta

Ég veit ekki hver þú ert
við þekkjumst ekki og höfum aldrei sést
fyrr en núna- nú fyrsta sinn.Augun þín segja svo margt
og bros þitt laðar fram söng úr hjarta mér
og í návist þinni ég finn
að ég hlýt að hafa hitt þig fyrr
eitthvert sinn.Því ég finn
að við eigum eitthvað sameiginlegt
ég og þú
við eigum eitthvað sameiginlegt
þú og ég.Svo undarlegt sem það er
þá ertu nálægt mér en í fjarska samt
eins og hilling handan við haf.Aldrei ég skal gleyma þér
þú hefur snert þann streng í brjósti mér
sem var týndur en nú ég veit
að ég hlýt að hafa hitt þig fyrr
eitthvert sinn.Því ég veit
að við eigum eitthvað sameiginlegt
ég og þú
við eigum eitthvað sameiginlegt
þú og ég.Finn það er ég snerti þig
og horfi í augun þín.