Íslensk ástarlög - Eilíf ást

Prenta texta

Hjarta þínu vængi ég gef
svo fljúgi hátt
ástin hún er töfrasef
með kyngimátt.Með arma um háls þér sælu finn
og hamingju
því ég veit að þú ert minn
að eilífu.
Allt sem ég óska mér
að upplifa ást með þér.
Já – allt sem ég óska mér.
Sú eilífa ást.Ást er eins og allt sem grær
elskar regn.
Bak við ský sem sólin skær
skín í gegn.Allt sem ég óska mér…