Í svörtum fötum - Þú sem ert mér allt

Prenta texta

Með höfuð
undir væng,
skuggar falla á þína kinn.
Nóttin hlustar á þinn
andardrátt.

Ég sest
á þína sæng,
fingur snerta vanga þinn
og ég vona að þú vaknir
brátt.

Næturmáninn skín
og hann ljósi finnur leið
þegar gluggatjöldin bærast af og til.
Elsku ástin mín,
þú sem fyllir huga minn
af orðum vara þinna og þeirra il.


Þú sem ert mér
allt,
þú sem ert mér allt.

Ást mína
og þrá
alla muntu sjá.
Allt sem þú vilt fá

Er þú liggur hér
virðist framtíðin svo skýr.
Svo auðveld viðureignar, svo yndisleg.
Svo bærir þú á þér
og þú opnar augun þín.

Er lítur þú á mig segi ég:

Þú sem ert mér allt,
þú sem ert mér allt.

Ást mína og þrá
alla muntu sjá.
Allt sem þú vilt fá

– í nótt