Ég sé þig út undan mér
þú stefnir til mín og ég svíf, svíf
þegar þú lítur undan
lít ég á þig og ég svíf, svíf
þú er komin til mín
ég finn (að) ég leysist upp og svíf.Ég braust úr minni skel
ég braut hana í mél
og leitaði að þér
að þínum felustað.Núna ertu hér
við hliðina á mér
angan af þér ber þig
(inn) að hjartastað.Í heimi hugans mætast
hendur okkar og ég svíf, svíf
og þegar þú er farin
tekur við ósköp hefðbundið líf, líf.Ég braust úr minni skel
ég braut hana í mél
og leitaði að þér
að þínum felustað.Núna ertu hér
við hliðina á mér
angan af þér ber þig
(inn) að hjartastað.