Ég verð að hringja, ég verð, ég verð.
Verð að heyra þig.
Við lögðum á og mér leiddist svo,
ég lagði mig.
Og gráu veggirnir grétu af sorg, og ég grét með þeim
, og vissi þá að ég varð að hringja, í þig heim.
Því röddin þín, röddin þín, rómur þinn yljar mér,
og ég mun svífa ef þú svarar mér.
Því röddin þín, röddin þín, rómur þinn yljar mér,
og ég mun svífa ef þú svarar mér.
Taktu upp símann, já taktu hann upp, talaðu við mig.
Segðu orðin enn á ný: ég elska þig.
Lestu sögu eða lestu ljóð, lestu hvað sem er.
Jafnvel einhverja auglýsingu, sama er mér.
Því röddin þín, röddin þín, rómur þinn yljar mér
og ég mun svífa ef þú svarar mér.
Því röddin þín, röddin þín, rómur þinn yljar mér
og ég mun svífa ef þú svarar mér.