Hildur Vala - Líf

Prenta texta

Ljós í myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu komin
inní heiminn, lítil dofin.
Dregur andan hið fyrsta sinn

Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni,
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég

Líf – ljómi þinn er skínandi skær.
Líf – augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á
þetta líf

Óskadraumur ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár

Líf – ljómi þinn er skínandi skær.
Líf – augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á
þetta líf

smá sóló + hækkun

Líf – ljómi þinn er skínandi skær.
Líf – augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á

Líf – ljómi þinn er skínandi skær.
Líf – augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á
þetta líf