Hildur Vala - Í fylgsnum hjartans

Prenta texta

Að flýja veruleikann ekki er til neins,

í fylgsnum hjartans finn ég svarið undir eins.

Mín hamingja fólgin er

í því að þú ert hjá mér

þessa nótt

og það sem eftir er.

Ég vildi geta stöðvað tímann hér og nú,

innrammað stundina því staðreyndin er sú

að allt sem ég þrái mest,

allt sem að mér er mikilsvert

er hér.

Hvort heldur dagar eða nætur.

Hvort heldur gleði eða þrætur.

Veistu að

ég mun elska þig

alltaf þú hefur mig,

ó alltaf veistu hvar ég er.

Er vindar blása áttu var í örmum mér,

eins þegar sólin skín, ég dvelja vil með þér.

Er húm, ég vanga þinn

vil finna ljúft við minn.

Hvort heldur dagar eða nætur.

Hvort heldur gleði eða þrætur.

Veistu að ég mun elska þig

alltaf þú hefur mig,

alltaf veistu hvar ég er.