Heitar Lummur - Ég lifi í voninni

Prenta texta

ÉG LIFI Í
VONINNI

Ég lifi í voninni
(um) að ég geispi ekki golunni
deyji úr leiðindum
eða gangi hreint af göflunum.

Ég þoli ekki mánudag
en skána strax við þriðjudag
í banastuði fimmtudag,
föstudag og laugardag.

Ég elska stuð og helgarfrí
svolítið sukk og svínarí
vil svo eiga sælan sunnudag
og slappa af.

Ég vil lifa lífinu
upplifa slatta af hamingju
nenn´ ekki að hanga hér
vil ferðast og skemmta mér.

Ég vil lifa lífinu
upplifa slatta af hamingju
nenn´ ekki að hanga hér
vil ferðast og skemmta mér.

Ég elska stuð og helgarfrí
svolítið sukk og svínarí
vil svo eiga sælan sunnudag
og slappa af.

Ég vil lifa…..

Ég vil lifa…..