Heitar Lummur - Draumaprinsinn

Prenta texta

Í mannfjöldanum geng ég
og þekki ekki neinn,
Þúsundir bíla þjóta hjá,
þegar tilveran er grá.
Á ball um þessa helgi margur
vongóður fer
Með Bakkusi út að skemmta sér,
Kannski skelli ég mér.

(viðlag)
kannski sé ég draumaprinsinn
Benóný á ballinu
hann leggur sterkan arm um mitt bak
og við svífum í eilífðar dans,
eilífðar dans.

Allir eru að eldast, missa tennur og hár,
Aldir og ár sem rennur í eitt
og mér þykir það leitt.
Vinur, kæri vinur, viltu elska mig heitt,
Svo skal ég ekki biðja um neitt,
Ekki biðja um neitt.

Viðlag