Heitar Lummur - Disco frisco

Prenta texta

Disco Frisco, Disco Frisco,
vorum að opna í kvöld.
Disco Frisco, Disco Frisco,
hér er diskóið við völd.

Við höfum hæsta klassa af svörtu fólki, hörundsdökka þjóð.
Herðabreiða dyraverði sem hnakkafletja flón.
Vínbari á báðar hendur eins og vera ber
og eftir glas á gógó barnum geturðu hvað sem er.

Disco Frisco, Disco Frisco,
grooviest place in town.
Disco Frisco, Disco Frisco,
eitthvað sem enginn lifir án.

Við höfum alkóhól og heví dömur, hávaða og reyk.
vídeó og ?- – -? , ekta diskóteik.
Hér er allt sem þú vilt sjá, allt sem þú munt þrá,
og á morgun manstu ekki hverjum þú svafst hjá.

Og ef þú skyldir eiga drauma,
innst í þínu hjarta.
Láttu okkur vita, við skiljum allt.
Og ef að þú veist ekki ennþá,
hver þú ert.
Komdu til okkar kæri kúnni,
við kunnum ráð við þess háttar rugli.

Disco Frisco, Disco Frisco,
go Johnny disco go, Johnny disco go.
Disco Frisco, Disco Frisco,
þú færð aldrei nóg.

Komdu inn og vertu kúl, kaldur eins og ís
kunna litlu lykilorðin, kunna að dansa grís.
Hafirðu þetta allt á hreinu, hamingjan er þín.
Mundu bara aðeins að mæta aftur, þú veist við söknum þín.

Og ef þú skyldir eiga drauma….

Disco, disco, disco frisco….