Hárið 2004 - Lifi ljósið

Prenta texta

Við horfum hér hvert á annað
Hungursaugum
Í vetrarfrökkunum og fljótum
Innan um ilmvatnsprufur
Sofandi að feigðarósi
Við erum öll í feluleik
Föst í okkar lygavef
Sem að upphefur eymdina
Eitthvað er einhversstaðar
Mikilfenglegt
En enginn veit hvað bíður okkar
Því set ég traust mitt á tækni
Og kvikmyndir
Svo þögnin ekki segi mér
Sannleikann
Sannleikann

Manchester, England, England Manchester, England, England … … …
Mín hinsta sýn
Aldrei leit ég þig … … …
Horfin nú augun mín
Ég er mjög vel af Guði gerður … … …
Ég hef faðmað í hinsta sinn
Ég trúi á hann … … …
Kysstur minn hinsti koss
Og ég trúi að hann … … …
Kysstur minn hinsti koss
Trúi á mann- … … …
Við tekur þögnin inn mig … … …
Við tekur þögnin
Á mig…
Á mig … … …
Við tekur þögnin

Við horfum hér hvert á annað
Hungursaugum
Í vetrarfrökkunum og fljótum
Innan um ilmvatnsprufur
Sofandi að feigðarósi
Við erum öll í feluleik
Föst í okkar lygavef
Sem að upphefur eymdina
Syngjum
Spilum á kóngulóarvefs-sítar
Lífið er inni í þér og um þig
Veraldarfalsspámenn, lítið ljósið
Lifi ljósið Lifi ljósið hér
Og lýsi þér

Lifið ljósið….