Flikk Flakk - Ýkjuvísur

Prenta texta

Það var eitt sinn álfur,
einn og metri hálfur.
Svei mér þá ég sá hann
silfraður var hann.
Svo sá ég dreka sigland’um á fleka.
Síðan sá ég lamadýr með hatt.. dagsatt!Einu sinni átti hann Binni
eldflaug sem flaug víst og lenti í Frans.
Og hún Eyrún, í útlöndum sá hún
apa og hund stíga línudans.Ég á svan sem syngur.
Silfur gull og glingur,
eitt þúsund orma,
óteljandi gorma.
Hænur sem gala, geitur sem tala:
mee….Einu sinni átti hann Tinni
eðlu sem kunni að skrifa og allt!
Og hún Ásrún, erlendis sá hún
úlfald’og og ljón ver’að vega salt.Langt útí löndum
labba menn á höndum,
teikna með fótum,
tal’eftir nótum.
Þar eru fílar, þeirra hjól og bílar.
Þar er líka sólin stundum fjólublá.Einu sinni átti hann Binni
eldflaug sem flaug víst og lenti í Frans.
Og hún Eyrún, í útlöndum sá hún
apa og hund stíga línudans.Ég get stjórnað rútu
og risastórri skútu.
Í fjöru ég fyndi
fjársjóð í skyndi.
Þó er það eitt sem er mitt líf og yndi:
Að ýkja’ og fær’í stílinn eins og kostur er.Einu sinni átti hann Binni
eldflaug sem flaug víst og lenti í Frans.
Og hún Eyrún, í útlöndum sá hún
apa og hund stíga línudans.