Í grasinu útí garði
býr góðvinur minn hann Varði,
hann er ekki hár í lofti
en hugrakkur fyrir því.Og mjög er hann mikill sjóður
af visku og drengur góður.
Og ráð hefur hann undir rifi hverju.Hann skilur mig þegar enginn skilur mig,
skemmtir mér þegar svo ber við
og skynjar um leið ef ég er döpur eða dofin,
hann er stór þegar eitthvað bjátar á,
sér það sem aðrir ekki sjá
og sendir mér hlýja strauma vakandi og sofinn.Ég stend of alein og spyr hann
í skotinu út við gluggann
því ráð hefur hann undir rifi hverju.Það væri vel ef að allir ættu sér
sinn Varða ef eitthvað útaf ber
hver veit nema leynist einmitt
einn í þínum garði.Í grasinu útí garði
býr góðvinur minn hann Varði
og ráð hefur hann undir rifi hverju.Hann skilur mig þegar enginn skilur mig,
skemmtir mér þegar svo ber við
og skynjar um leið og ég er döpur eða dofin,
hann er stór þegar eitthvað bjátar á,
sér það sem aðrir ekki sjá
og sendir mér hlýja strauma vakandi og sofinn.