Nú skulum við trítla í lítinn talnaleik.
Tölur skemmta okkur ef þær fara á kreik.
kanntu að leggja saman: Hvað eru sex plús þrír?
Sex plús þrír er níu, svörin eru skýr.Ef þú leggur fimm við sjö, hvað færð’út þá?
Fimm plús sjö, það eru tólf. Ég giska á.
Nú skulum við draga frá og dunda meir:
Dragðu sex frá átta- já það eru tveir.
Fjórtán mínus átta, það eru sam’og sex.
Svona er þetta skemmtilegt og fjörið vex.Margfaldið þið núna: Níu sinnum fimm.
Níu sinnum fimm, það eru fjörutíu og fimm.
Fjórum sinnum átta, verið ekki smeyk:
Eru þrjátíu og tveir með léttum leik.Deilinguna tökum næst og vandinn vex.
Viltu deila tólf með tveim: Það eru sex.
Sýnið þið nú öllum hvað þið eruð skýr:
Átján deilt með sex, það eru sama og þrír.
Getið þið skipt þrjátíu og þrem í þrennt?
Það eru víst ellefu, er okkur kennt.