Flikk Flakk - Sofðu engill

Prenta texta

Sofðu engill, senn er nóttin nærri,
svanirnir fela höfuð undir væng.
Dagurinn hefur gefið okkur gjafir,
gefur nóttin sína mjúku sæng.Sofðu engill, augun leggðu aftur,
álfarnir geyma fögru gullin þín.
Dagurinn hefur kveðjuorðin kallað,
hvíslar nóttin næturljóðin sín.Sofðu engill, finndu fagra drauma,
fuglar í laufi lokað hafa brá.
Dagurinn bakvið fjöllin hefur farið,
friðarnóttin felur okkur þá.Sofðu engill, engu skaltu kvíða,
andar golan yfir mýrarsef.
Dagurinn var svo vorbjartur og fagur,
vefur nóttin drauma þinna stef.Sofðu engill, sólbjartur á vanga,
svífur máni yfir höfin breið.
Dagurinn gaf þér visku, kjark og vonir,
verndar nóttin þig á langri leið.