Bugsy Malone - Þrjótar

Prenta texta

Við gátum gert hvað sem við vildum líf okkar við,
verið í myrkri eða sól.
Við vorum snjallir og ákváðum allir
að það væri ágætt að vera fól.Við gátum gert hvað sem við vildum líf okkar við,
og valið allt annað mót.
Höngum á knæpum og öskrum og æpum
að við erum almestu heimsins þrjótar.Það er enginn verri en við
viðskota illir rustar sem að gefa engum grið.
Þrjótar. Myrkraverkamenn
mannvonskan er stolt okkar og leiðarljós í senn.
Látum það berast um öll jarðarból
að við erum bestir að vera fól.Við gátum gert hvað sem við vildum líf okkar við,
og völdum auðvelda leið
urðum svo illir
að allflesta hryllir.
Ég er svo mikill ansans skratti
að það hálfa væri slatti.Við gátum gert hvað sem við vildum líf okkar við
verið í myrkri eða sól.
Þjálfum við fengum og eirum nú engum.
Já, við erum alverstu heimsins fól.