Birgitta Haukdal - Ósk mín skærasta

Prenta texta

Ósk mín skærasta
er að eignast kærasta
Ég veit um einn ágætan
og ægilega sætan.

Ósk mín alltaf er
bara að hafa hann hjá mér
en þegar hann er feiminn
verð ég dreymin rjóð og heit.

Og þegar ég sé hann í skólanum
þá fer mig strax að dreyma.
Ég sendi honum póstkort á jólunum
en hann var ekki heima.

Ósk mín ein og þrá
er að vera honum hjá.
Mig langar hann að leiða
og hárið hans að greiða.

Ósk mín er sú ein
að ekki komi stelpa nein
til þess að taka hann frá mér
ég myndi ekki ná mér eftir það.