Bermuda - Þú og ég

Prenta texta

Eitt lítið bros á vörum þér
Er virði auðæva í huga mér
Við tölum saman um ekki neitt
Kúrum saman þegar við erum þreytt
Þú og ég
saman við tvö
þú og ég

Að finna arma umlykja sig
Mjúka kossa sem að vekja mig
Það er vor í lofti og sólin skín
Sú sem vekur mig er stúlkan mín
Þú og ég
Saman við tvö
Þú og ég

Við eigum saman drauma
Við eigum sömu þrár
Við styðjum við hvort annað
Og þerrum sorgartár

Þú lætur aftur augun þín
Og hvíslar blíðlega í eyrun mín
Svo sigrar svefninn en ástin mín
Ég mun vaka og gæta þín
Þú og ég
saman við tvö
þú og ég

Við eigum saman drauma…

Þú lætur aftur augun þín..