Bermuda - Sem áður var

Prenta texta

Hér er lítið sendibréf
sem í maga lengi hefi ég gengið með
Skilaboðin eru skýr
skilið færðu strax hvað býr í þeim og í mér
Óskin mín mín er einlæg sú
Að aftur saman verður þú og ég á ný

Því þú veist það eins og er
Að innst í hjarta mér
Áttu þennan stað
Láttu þig nú varða um það
Allt sem áður var
Aftur getur orðið gef mér svar
Gef mér allt eins og áður var

Sakna þess er brosið blítt
Birtist mér sem sólsin nýtt hvern dag, Sérhvern dag
Og þau sælu kyrrðarkvöld
Er kærleikurinn var við völd og við sólarlag
Ávallt, oft og yfirleitt
Ég aðeins hugsa um það eitt Að fá þig ný

Því þú veist það eins og er…

Já í hjarta mér er staður
Sem er einum ætlað þér , trúðu mér

Já þú veist það eins og er..

Allt sem áður var
Aftur getur orðið gef mér svar
Gef mér allt eins og áður var