Barnabros - Mamma

Prenta texta

Á sóleyjarbreiðu
á síðdegi heiðu
nú sit ég við hliðina á þér
og hendinni minni
þú heldur í þinni
vertu mamma, hjá mér.Er vindurinn þýtur
er veturinn bítur
ef vegurinn holóttur er
skal mamma þig leiða
og leið þína greiða
já, þá er mamma hjá þér.Spinna örlög minn óskavef
út hann breiðir sig
von mín rætist þó aðeins ef
ég á þig og þú átt migEf heimurinn kaldur
þér gefur sinn galdur
og grá virðist tilveran hér
ég hendinni þinni
skal halda í minni
þá vil ég vera hjá þér.