Komdu, kisa mín!
Kló er falleg þín
og grátt þitt gamla trýn´.
Mikið malar þú,
mér það líkar nú.
Víst ertu vænsta hjú.
Banar margri mús,
mitt þú friðar hús.
Ekki er í þér lús,
oft þú spilar brús.
Undrasniðug,
létt og liðug
leikur bæði snör og fús
Við skulum drekka dús.
Fögur er kvöldsólin heið og hrein,
lata kisa liggur á stein.
“Ég drap eina mús,
ég drakk rjóma úr krús,
steiktri stirtlu og sporði
stal ég undir borði.
Ég er svo sæl og sveitt,
söddd og löt og þreytt,”
segir kisa.