Barnabros - Fimmeyringurinn

Prenta texta

Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi,
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.
Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá.

Fyrst kaupi ég mér brúðu sem leggur aftur augun
og armbandsúrið fína af fallegustu gerð.
Og af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum,
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.

Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira,
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn,
svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði og fleira
og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.