Áður en þú komst var mér kalt,
aldrei kærleik hafði þekkt,
heimurinn svo hátt og grimmur
hafði svikið mig og blekkt.Fislétta og fínlega hönd,
fann ég þá í lófa mér,
augu þín svo saklaus mér sögðu:
Sjáðu, mamma, ég er hér.Kór:
þetta litla lag,
leik ég fyrir þig
því ég ætl’að yrkja
ögn um sjálfan mig.Litla bjarta brosið þitt
var svo blítt og tært og hlýtt
að í brjósti mínu birti
og ég brosi uppá nýtt.Litlir fætur fara á stjá,
far’að kanna svæði ný,
lítið höfuð vill sig hjúfra
hálsakoti mínu í.Hugurinn og hjartað þitt,
hrífst af því sem augað sér,
þessi heimur hann er undur
ef ég horf’á hann með þér.Kór:
þetta litla lag,
leik ég fyrir þig
því ég ætl’að yrkja
ögn um sjálfan mig.