Barnabros 2 - Strákaflenna

Prenta texta

Æ, ég er venjuleg stelpa
en verð bara oft svo blossandi skotin
í strákum sem eru svo aular,
á endanum verð ég hnuggin og brotin.Kór:
Já hún er venjuleg stelpa
en verður bar’ oft svo blossandi skotin
í strákum sem eru svo aular,
á endanum verður hún hnuggin og brotin.Einn daginn finnst mér ég elski hann Nonna,
svo endar það með því ég reyni við Jonna,
svo birtist hann Örn og vill ást minni stela,
en óðar en varir ég daðra við Kela.Æ, ég er venjuleg stelpa
sem verð bara oft svo blossandi skotin
í strákum sem eru svo aular,
á endanum verð ég hnuggin og brotin.Hjartað fer flikk-flakk ef ég sé hann Jóa,
ef Jakob er mættur læt ég hann róa,
svo sé ég álengdar Björn eða Badda
býð þeim í snú-snú en þá sé ég HaddaKór:
Hún á ótal kærasta
oj, oj, oj, oj barasta
hún er algjör strákaflenna
og það er sko henn’ að kenna
hvernig allir strákarnir
eru alveg grútspældir
því hún vildi við þá daðra
en svo vill hún alla aðra.Æ, ég er venjuleg stelpa
en verð bara oft svo blossandi skotin
í strákum sem eru svo aular,
á endanum verð ég hnuggin og brotin.Kór:
Já hún er venjuleg stelpa
sem verður bar’ oft svo blossandi skotin
í strákum sem eru svo aular,
á endanum verður hún hnuggin og brotin