Ef ég sest og lita, lita fínar myndir,
langar mig að breyta því sem ég á að gera,
langar til að lita allt svo öðruvísi,
alveg eins og mér finnst það frekar eig’ að vera.Ef ég lita fólk ég lita það í framan
lillablátt með silfrað nef og gullin augu,
ef ég lita hest þá hef ég af því gaman
að haf’ann eiturgrænan með fífilgulan haus.Kór:
Heimurinn hefur sýna liti,
en hugmyndaflugið ræður því
hvernig vil skiljum hann og skoðum
og sköpum hann á ný.Himininn er bleikur,
hafið það er röndótt,
hárið á mér grænt og
grasið fjólublátt,
blómin eru köflótt,
kötturinn er gulur,
kjarrið er með doppum
og sólskinið er grátt.Jökullinn er rauður,
rigningin er skræpótt,
rófustappan fölgræn
og malbikið er hvítt,
tennur eru bláar,
trúðar eru svartir,
tunglið eins og regnboginn
svart og brúnt og hvítt.Ef ég sest og lita, lita fínar myndir,
langar mig að breyta því sem ég á að gera,
langar til að lita allt svo öðruvísi,
alveg eins og mér finnst það frekar eig’ að vera.Ef ég lita hunda geri ég þá græna,
geitur hef ég rauðar með skæru blómamynstri,
skýin hef ég dökkblá og gul á hægri hliðin
og hef þau síðan bröndótt og skjótt á vinstri hlið.Kór:
Heimurinn hefur sýna liti,
en hugmyndaflugið ræður því
hvernig vil skiljum hann og skoðum
og sköpum hann á ný.Himininn er bleikur,
hafið það er röndótt,
hárið á mér grænt og
grasið fjólublátt,
blómin eru köflótt,
kötturinn er gulur,
kjarrið er með doppum
og sólskinið er grátt.Jökullinn er rauður,
rigningin er skræpótt,
rófustappan fölgræn
og malbikið er hvítt,
tennur eru bláar,
trúðar eru svartir,
tunglið eins og regnboginn
svart og brúnt og hvítt.