Barnabros 2 - Í Austurlöndum

Prenta texta

Hér eitt sinn fór ég í ferð um Austurlönd
ég fór með tannbursta og sokka og axlarbönd.Kór:
Það hefur eflaust verið heilmikið ævintýr
og heyra viljum við af fólkinu sem þar býr.Ég hitti svakalegan ræningja sem réðst á mig
en ég var rólegur og bað hann að hypja sig.Kór:
Þú hefur verið rosa kaldur að þora það
það eru ofboðslegar hættur á svona stað.
Já, það var ljótt sem þú lentir í
samt langar okkur af heyr’ af því.Ég sver að hitinn var næstum því hundrað stig,
og hundrað lítrum af vatni ég hvolfd’ í mig.Kór:
Það getur heldur betur hitnað í útlöndum
þú hefur væntanlega svitnað á kollinum.Þar voru rosalegar risavaxnar köngulær,
ég rauk og settist bara klofvega uppá þær.Kór:
Þú hefur verið rosa kaldur að þora það
það eru ofboðslegar hættur á svona stað.
Já, það var ljótt sem þú lentir í
samt langar okkur að heyr’ af því.Svo voru eiturslöngur alveg hreint brjálaðar,
sem út úr skógi kom’ og hræddu fólkið þar,
þá var ég ekki seinn að hlaupa aleinn út
og óðar grípa þær og binda á þær hnút.Þá komu bófar sem af byssum skutu,
ég barði þrjá og hinir fimm burt þutu.
Þarna var eldfjall sem að ösku gaus,
en ekki dó ég þó ráðalaus.
Ofaní gíginn tróð ég tappa
þá trylltist fólk og stóð á haus.Svo fann ég lampa og í honum var andi,
og óskin mín var risapoki með blandi.Kór:
Þetta er nú aldeilis ótrúleg saga
var ekki hætt við að þú fengir í maga?
Og það er makalaust hvað oft á tíðum munaði
svo mjóu yrði slys og þú færir flatt
en segðu okkur.