Barnabros 2 - Farðu í hlírabolinn

Prenta texta

Hér er ég kominn og hendist upp kantinn,
hæglega leik ég á línumannsfantinn,
varnarmann síðan ég alveg hreint æri
og ég er kominn í stórkostlegt færi.Kór:
Sjáiði, er þetta einleikin snilld?
Ólafur sækir og skorar að vilt
spennan er komin á kostulegt stigKalla þá allir á mig!Kór:
Ólei, Óli
Ólei, Óli(Farðu í hlírabolinn!)
Nei!
(Farðu í hlírabolinn!)
Nei!
(Oj þú ert ber að ofan, Óli,
þú ert meiri svolinn!)Spara ég kannski spörkin?
Spyrni svo fast á mörkin
að tuðran verður eins og appelsína
laus við börkinn.(Farðu í hlírabolinn!)
Nei!
(Farðu í hlírabolinn!)
Nei!Ég get skorað mörk og ég er bæði snar og þolinn.Þó að ég sé breiður
verð ég bara fúll og leiður
ef ég skora hef með skalla
að fólk skuli þurf’að kalla
útá völl!Vel gert,
vel gert,
samt er það voðalegt ógeð að horf’uppá hörundið bert.Áfram ég þeytist og sóla og sóla,
svalur í bakvarðartæfilinn hjóla.
Galdurinn er bar’að geta og þora
geta og vilja og þora að skoraKór:
Sjáiði, er þetta einleikin snilld?
Ólafur sækir og skorar að vilt
spennan er komin á kostulegt stigKalla þá allir á mig!Kór:
Ólei, Óli
Ólei, Óli(Farðu í hlírabolinn!)
Nei!
(Farðu í hlírabolinn!)
Nei!
(Oj þú ert ber að ofan, Óli,
þú ert meiri svolinn!)Spara ég kannski spörkin?
Spyrni svo fast á mörkin
að tuðran verður eins og appelsína
laus við börkinn.Farðu í hlírabolinn!
Nei!
Farðu í hlírabolinn!
Nei!Ég get skorað mörk og ég er bæði snar og þolinn.Þó að ég sé breiður
verð ég bara fúll og leiður
ef ég skora hef með skalla
að fólk skuli þurf’að kalla
svona bull!Hér sjáið þið einn strák svo stoltan
og strákur þessi elskar boltann.
(Já elsku vinur allt í lagi
ef ekki væri þessi magi)Víst hef ég einhver ósköp étið,
en orðstír minn ég sæki í netið.
(Hann verður aldrei af þér stolinn,
bara ef við komum þér í bolinn)