Óteljandi dropar sem ofan detta,
óteljandi dropar sem skvamp’ og skvetta.
Hver og einn er léttur og lítils virði
en margir saman fylla djúpan fjörð.Allir þessir fiskar á ferð í sjónum,
óteljandi ber útí berjamónum,
ótal lítil börn syngja ótal röddum
óteljandi söngva um frið á jörð.Óteljandi dropar úr ótal skýjum,
ógnamargir geislar á degi hlýjum,
óteljandi fjölskrúðug blóm á fagra engið
og fjölmörg eru sporin ef langt er gengið.Óteljandi sandkorn á svörtum fjörum,
kynstrin öll af kvæðum á litlum vörum,
því ótal lítil börn synga ótal röddum
óteljandi söngva um frið á jörð.Við erum kannski bara lítil,
lítil eins og litlir dropar,
eins og litlir dropar,
en ef við brosum horfumst öll í augu,
við eignumst góða vini hvar sem er.Kór: óteljandi droparÓteljandi dropar úr ótal skýjum,
ógnamargir geislar á degi hlýjum,
óteljandi fjölskrúðug blóm á fagra engið
og fjölmörg eru sporin ef langt er gengið.Óteljandi sandkorn á svörtum fjörum,
kynstrin öll af kvæðum á litlum vörum,
því ótal lítil börn synga ótal röddum
óteljandi söngva um frið á jörð.Við erum kannski bara lítil,
lítil eins og litlir dropar,
eins og litlir dropar,
en ef við brosum horfumst öll í augu,
við eignumst góða vini hvar sem er.
Við eignumst góða vini hvar sem er.