Barnaborg - Hafið bláa hafið

Prenta texta

Hafið bláa hafið hugann dregur,

hvað er bak við ystu sjónarrönd?

Þangað liggur beinn og breiður vegur;

bíða mín þar æsku draumalönd.

Beggja skauta byr

bauðst mér ekki fyrr.

Brunaðu nú bátur minn,

svífðu seglum þöndum,

svífðu burt frá ströndum,

fyrir stafni haf og himininn.