Ávaxtakarfan - Litir

Prenta texta

Við erum hér sem ávextir og ber
löng og mjó og lítil stór
Við erum hér sem ávextir og ber
gul og rauð og græn í kór.

Og syngjum:
Komdu með í lítið ævintýr
Leggðu eyrun við og þú munt fá
að koma með í lítið ævintýr
Hver veit hvaða hluti þú munt sjá.

Hvar sem er- já hvar sem er í dag
við viljum ást og bræðralag
Hvar sem er – já hvar sem er í dag
við viljum flytja ykkur brag.

Og syngjum:
Komdu með í lítið ævintýr
Leggðu eyrun við og þú munt fá
að koma með í lítið ævintýr
Hver veit hvaða hluti þú munt sjá.

Litla, stóra, langa ávexti
gula, rauða, græna ávexti
Sæta, safaríka ávexti
Mjúka meiriháttar ávexti.

Litlir og stórir og langir a-ha
Gulir og rauðir og grænir a-ha
Sætir og mjúkir og góðir a-ha
Sætir og mjúkir og góðir a-ha.