Áramótaskaup - Áramótaskaup 2012

Prenta texta

(Rolling in the deep – Adele)

Þarna fer hún Harpan út á haf
höllin sem kreppan oss af gjafmildi sinni gaf.
Gamla settið það sigldi líka út
svei mér það losaði í maga mínum hnút
Nýir tímar þeir nálgast okkur hratt
Nýtt ár er framundan og það gamla verður kvatt
Það er einhver eldur inn´í mér
Eldur sem lýsir veginn bæði hjá mér og þér.

Við kyndum bálið og berjumst áfram.
Við byggjum saman þetta stórkostlega land.
En hagfræðin og hamslaus græðgin –
við hendum báðum.

Svo 2012!!! (Fengum upp í háls, laus við þetta lið) …
Tökum nýjan sið (Loksins orðin frjáls, tökum upp nýjan sið.)
Við hreinsum til í hólf og gólf (Fengum upp í háls, laus við þetta lið)
og við byrjum upp á nýtt.

Kannski gleymist stundum hverjir taka við.
Við krakkarnir ykkar þetta pínulitla lið.
Hlustum því á hjartað alla tíð.
Högum okkar skynsamlega bæði ár og síð

Við kyndum bálið og berjumst áfram.
Við byggjum saman þetta dásamlega land.
Já, kyndum bálið og brennum ruglið og röflið, bullið.

Svo 2012!!! (Fengum upp í háls, laus við þetta lið) …
Tökum nýjan sið (Loksins orðin frjáls, tökum upp nýjan sið.)
Við hreinsum til í hólf og gólf (Fengum upp í háls, laus við þetta lið)
og við byrjum upp á nýtt.

2012!!!
Tökum nýjan sið
Við hreinsum til í hólf og gólf
og við byrjum enn að nýju.

2012!!!
Tökum nýjan sið
Við hreinsum til í hólf og gólf
og við byrjum enn að nýju.

Horfum útum allar opnar dyr.
Höllum á tækifærin sem ei buðust fyrst.
Stýrum bátnum, brunum ekki í strand
berjumst svo fyrir þetta vel til fundna land.

Fengið upp í háls, laus við þetta lið.
Loksins orðin frjáls. Tökum upp nýjan sið.
Fengið upp í háls, laus við þetta lið.
Loksins orðin frjáls. Tökum upp nýjan sið.

Svo 2012!!!… ….