Albatros - Ástin á sér stað

Prenta texta

Eitthvað sérstakt á sér stað
eldar lýsa ský… ég man
saman göngum þennan stíg
aftur enn á ný… ég man.

Ég klappa lófunum, ég stappa fótunum
ég fagna því að vera til
ég klappa lófunum, ég stappa fótunum
ég finn í hjarta ást og yl.

Ástfangin við göngum hér… hjörtun slá í takt… á ný
ástin býr í mér og þér… ástin á sér stað… á ný
ástin á sér stað…

Lengi lifna minningar
logar enn í glóð… ég finn
sögu vil ég segja þér
sagan gerðist hér… eitt sinn.

Ég klappa lófunum, ég stappa fótunum
ég fagna því að vera til
ég klappa lófunum, ég stappa fótunum
ég finn í hjarta ást og yl.

Ástfangin við göngum hér… hjörtun slá í takt… á ný
ástin býr í mér og þér… ástin á sér stað… á ný
ástin á sér stað…

ástin á sér stað…
ástin á sér stað…
Hér í Herjólfsdal

Ástfangin við göngum hér… hjörtun slá í takt… á ný
ástin býr í mér og þér… ástin á sér stað… á ný
Ástfangin við göngum hér… hjörtun slá í takt… á ný
ástin býr í mér og þér… ástin á sér stað… á ný
Ástin á sér stað!