Selma Björns hefur verið starfandi söng og leikkona og leikstjóri í fjölda ára. Hefur leikið og sungið í fjölmörgum söngleikjum s.s Grease, Latibær, West side stoy, Ávaxtakarfan, Litla Hryllingsbúðin Hafið bláa, Footloose ofl ofl. Hefur unnið í sjónvarpi í hinum ýmsu þáttum sbr. Íslenska Idolið, Ísland got talent ofl. Hefur gefið út þrjár sóló plötur og eina dúettaplötu ásamt Hönsu.
Hefur verið að talsetja teiknimyndir og leikstýra þeim einnig. Var i öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 1999 sem er besti árangur Íslands frá upphafi.
Hún hefur mikla reynslu í að kenna og leikstýra og hefur kennt áður hjá okkur fyrir nokkrum árum
Það er okkur mikill heiður að fá hana til liðs við okkur þessa önn 🙂