Rósa Björg er söngkona og söngkennari og hefur tónlist alltaf verið hennar líf og yndi. Hún lærði klassískan söng á yngri árum og lærði einnig í nokkur ár rytmískan söng í FÍH. Árið 2012 flutti hún til Kaupmannahafnar og hóf þar söngkennaranám við Complete Vocal Institute og útskrifaðist þaðan með kennararéttindi 2015. Á þessum tíma starfaði hún sem söngkona og tók þátt í ýmsum verkefnum og tónleikum þar í landi. Hún ferðaðist einnig víða sem raddþjálfari og hefur kennt söngvurum, leikurum og leikhópum meðal annars í London, Skotlandi og Rúmeníu. Árið 2017 tók Rósa þátt í Voice Ísland og flutti aftur heim til Íslands og síðan þá hefur hún tekið þátt í ýmsum stórum tónleikum á Íslandi og verið bakrödd sem dæmi hjá Nýdönsk, GusGus og á Fiskideginum og tók hún þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2018 með Fókus hópnum. Samhliða því hefur hún kennt söng og raddtækni hér á landi og ferðast reglulega til London með námskeið og fyrirlestra. Þar að auki hefur hefur hún sungið inn á fjölda laga og vinnur nú að eigin efni.