Ragnheiður er Skagakona í húð og hár og hefur sungið síðan hún man eftir sér. Sem lítið barn var hana helst að finna við stofuborðið heima, með risastóru JVC heyrnartólin hans pabba á eyrunum, gaulandi. Hún tók þátt í fyrsta söngleiknum sínum 9 ára gömul í skólanum sínum og þegar ég hún var 14 ára sigraði hún fyrstu söngkeppni grunnskólanna á Akranesi, fékk þá titilinn Hátónsbarkinn.
Hún byrjaði fljótlega upp úr því að læra söng í Tónlistarskóla Akraness. Tók tvisvar þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands og var söngkona í hljómsveitinni Soul Deluxe um skeið. Flutti til Reykjavíkur árið 1995 og hóf þá nám í klassískum söng í FÍH, síðar fór hún yfir á djassbraut. Starfaði á leikskóla í 8 ár þar sem hún sá meðal annars um að spila á gítar og syngja með börnunum.
Síðustu árin hefur hún mikið verið að syngja í brúðkaupum og veislum og tekið að sér allskonar verkefni er viðkoma söng. Einnig er hún meðlimur í kórnum Gargandi Snilld.

Hún á tvær söngelskar litlar dömur og tvær kisur.

Ragnheiður hefur verið að kenna í tvær annir hjá okkur og hefur t.a.m séð um forskólann og kennir krökkum frá 5-15 ára