Elísabet Ormslev hóf söngnám 9 ára gömul í Söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins. Hún hefur sungið allt sitt líf og starfað með mörgum af okkar helsta tónlistarfólki en kom sér rækilega á kortið þegar hún tók þátt í fyrstu þáttseríu af “The Voice Ísland” árið 2015. Þaðan lá leiðin í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún söng lagið “Á Ný” eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur. Hún hefur öðlast mikla reynslu af því að koma fram við hin ýmsu tækifæri síðan hún var í the Voice og nú síðast söng hún á nokkrum jólatónleikum með Siggu Beinteins þar sem hún var einn af gestum hennar í Eldborg og Háskólabíói.

Elísabet stundaði frekara söngnám í Tónlistarskóla FÍH á árunum 2008-2013 og starfar í dag sem söngkona og vinnur að sínu eigin efni. Hún hefur kennt í skólanum í 3. ár en verður í fæðingarorlofi næstu 2.annir